Fara í efni

Fjórðungsþing á Tálknafirði

Fréttir

63. Fjórðungsþingi Vestfirðinga var haldið í vikunni en þingið var að þessu sinni haldið á Tálknafirði. Fyrir utan almenn aðalfundarstörf voru teknar fyrir tillögur milliþinganefnda um breytt atkvæðavægi sveitarfélaga á Fjórðungsþingum. Lagði milliþinganefnd til tvær mismunandi leiðir líkt og kemur fram í gögnum þingsins sem má finna hér.

Á þinginu var Sigríður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu með stutta kynningu á helstu niðurstöðum íbúakönnunar sem lögð var fyrir íbúa á Vestfjörðum 2017. Þess má vænta að niðurstöður þeirrar könnunar verði birtar fljótlega.

 

Eftir Fjórðungsþingið bauð Tálknafjarðarhreppur til móttöku sem haldin var í nýrri seiðaeldisstöð Arctic Fish.