Fara í efni

Átaksverkefni vegna Covid 19

Fréttir Áhersluverkefni sóknaráætlunar

Stjórn Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á fundi sínum þann 21. apríl 2020 að verja allt að 45 milljónum  á næstu mánuðum í átaksverkefni vegna áhrifa Covid-19 til eflingar atvinnu- og menningarlífs á Vestfjörðum. Um er að ræða viðbótar fjárveitingu sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta af hálfu ríkisins og samþykkt var með fjáraukalögum 30. mars, sem og fé Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Vestfjarðastofa auglýsir eftir tillögum að átaksverkefnum sem fara í hugmyndapott sem unnið verður úr.  Ekki er verið að óska eftir umsóknum og verða því ekki send formleg svör varðandi einstakar tillögur.  Vinnuhópur metur tillögurnar og þær sem eru taldar líklegar til árangurs fyrir svæðið verða framkvæmdar í heild, að hluta og eða jafnvel sameinaðar með öðrum tillögum.
Markmið  átaksverkefnisins er að efla atvinnu- og menningarlíf á Vestfjörðum.   Áhersla er á að fá inn tillögur sem hægt er að vinna hratt og skilvirkt og skili árangri sem fyrst. 

Tillögurnar  þurfa að hafa skírskotun til Sóknaráætlunar Vestfjarða.
Tillögur skulu sendar í gegnum rafrænt form sem þið finnið hér fyrir 3. maí 2020.
Ekki er tekið við tilögum eftir öðrum leiðum eða eftir þann tíma!

Við hvetjum forsvarsmenn fyrirtækja, sveitarfélaga sem og íbúa á Vestfjörðum til að senda inn hugmyndir og stuðla þannig að eflingu landshlutans okkar á þessum undarlegum tímum sem við nú lifum.