Fara í efni

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða og stendur hann opin fram til 2. nóvember næstkomandi. Uppbyggingarsjóður styrkir verkefni sem falla að Sóknaráætlun Vestfjarða og eru þau flokkuð á þrjá vegu:

Verkefnastyrkir í flokki menningar

Verkefnastyrkir í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar

Stofn og rekstrarstyrkir til menningstofnana

Hugmyndasmiðir, menningarfrömuðir og nýsköpunargúrú hverskonar eru hvött til að sækja um og stuðla þannig að því að hugmyndir þeirra verði að veruleika. Síðan Uppbyggingarsjóður Vestfjarða tók á sig núverandi mynd árið 2015 hefur fjöldi áhugaverðra verkefna öðlast brautargengi eftir styrkveitingu úr honum. Síðan síðasta Sóknaráætlun tók gildi árið 2020 hafa í kringum 250 verkefni verið styrkt sem hefur án nokkurs vafa auðgað líf margs Vestfirðingsins.

Við hvetjum ykkur eindregið til að senda inn umsókn og ef þið þurfið á ráðgjöf að halda vegna umsóknargerðar er velkomið að bóka tíma hjá ráðgjöfum Vestfjarðastofu.

Ef þú vilt vita meira um sjóðinn, til dæmis fá upplýsingar um hvernig er sótt um, hvaða verkefni eru styrkhæf og hvernig úthlutun gengur fyrir sig getur þú fengið nánari upplýsingar hér.