Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest í Frumkvæðissjóð Fjársjóðs fjalla og fjarða:
Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 03. september kl. 16:00. Alls eru 11.000.000 kr. til úthlutunar í þessari fyrstu umferð.
Fyrir ráðgjöf um hugmyndir og umsóknarskrif má hafa samband við Emblu Dögg Bachmann verkefnisstjóra á embla@vestfirdir.is eða í síma: 772-9499
Meginmarkmið verkefnisins:
- Jákvætt og umburðarlynt samfélag
- Samstaða um auðlindanýtingu
- Frjótt atvinnu- og mannlíf
Verkefnisstjórn Fjársjóðs fjalla og fjarða mun fara yfir innsendar umsóknir og leggja mat á verkefni með hliðsjón af gæðum hugmynda, samfélagslegum áhrifum og í samræmi við markmið verkefnisins.
Umsækjendum er bent á:
- Að kynna sér vel verkefnisáætlun Fjársjóðs fjalla og fjarða, þ.m.t. framtíðarsýn og markmið.
- Að lesa verklags- og úthlutunarreglur Byggðastofnunar sem eru hér til hliðar
- Að kynna sér eftirfarandi eyðublöð sem finna má hér til hliðar: umsóknareyðublað, lokaskýrslueyðublað, tímaskýrslu og fjárhagsyfirlit verkefnis. Tvö síðastnefndu eyðublöðin eru hugsuð til að auðvelda styrkþegum undirbúning umsóknar og gerð lokaskýrslu. Útfyllt skjölin geta fylgt sem viðhengi með umsókn eða lokaskýrslu eftir því sem við á.
- Að bóka tíma hjá verkefnisstjóra fyrir ráðgjöf um hugmyndir og umsóknarskrif.
Umsóknareyðublaði skal skila til verkefnisstjóra á netfangið embla@vestfirdir.is.
Fylgjast má með gangi verkefnisins á Facebook-síðu Fjársjóðs fjalla og fjarða, á vef Vestfjarðastofu og á heimasíðu Byggðastofnunar