Fara í efni

Þinggerð 66. Fjórðungssþings Vestfirðinga - vor

Fréttir Fjórðungssamband Vestfirðinga

Þinggerð 66. Fjórðungsþings er komin á vef Vestfjarðastofu. Þingið fór fram á Bjarkalundi í Reykhólahreppi og var þar m.a fjallað um skýrslu stjórnar fyrir árið 2020, ársreikninga FV, fyrirhugaðar breytingar á þingsköpum og dagsetningu og umfjöllunarefni 66. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti 2021. Sam‏‏þykkt var að þingið verði haldið föstudaginn 29. og laugardaginn 30. október og verður þingið haldið á Ísafirði,  umfjöllunarefni verður  Þjónusta sveitarfélaga í víðum skilningi. Þinggerðina er að finna hér.  

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á fundi sínum þann 11. ágúst 2021 að flýta Fjórðungsþingi um eina viku og verður það haldið á Ísafirði, föstudaginn 22. og laugardaginn 23. október n.k.