Fara í efni

Endurskoðun byggðaáætlunar 2018-2024 hafin

Fréttir

Í gær 11. júní voru tvö ár liðin frá því byggðaáætlun 2018-2024 var samþykkt og hann markaði jafnframt upphaf ferils endurskoðunar áætlunarinnar.  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boðaði af því tilefni til samráðsfundar í Hafnarborg í Hafnarfirði og jafnframt var boðið upp á þátttöku í fjarfundi. Á fundinum var farið yfir stöðu byggðamál og samráð um endurskoðunina hófst. Fram kom að taka á saman grænbók um framkvæmd áætlunarinnar til þessa, hvað hefur gengið vel og hvað betur má fara.

Á fundinum voru haldin fróðleg erindi sem tengjast byggðamálum og lýstu framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna reynslu sinna landshluta af byggðaáætluninni en mörg verkefni byggðaáætlunar eru unnin í samstarfi við þau. Í framhaldi af fundinum var opnað fyrir almennt samráð um endurskoðun þessa mikilvæga plaggs. Við hvetjum alla til að kynna sér áætlunina og gera athugasemdir og koma með ábendingar.

Áætlunina má finna hér.

Yfirlit yfir stöðu verkefna.