Fara í efni

Einangrun Árneshrepps rofin!

Ákveðið hefur verið að mokað verði norður í Árneshrepp í vetur tvisvar í viku í vetur. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að um tilraunaverkefni sé að ræða, til að safna gögnum og átta sig á því hvað þurfi til að geta haldið uppi heilsárssamgöngum á Strandavegi.

Í sparnaðaraðgerðum í kjölfar efnahagshrunsins var vetrarþjónusta á leiðinni norður í Árneshrepp skert þannig að á tímabilinu frá áramótum til 20. mars gilti svokölluð G-regla, en samkvæmt henni var ekki mokað á því tímabili. Nú hefur vetrarþjónustan verið færð í svokallaða F-reglu, en þá er mokað tvisvar í viku þegar aðstæður og veður leyfa. 

Árneshreppur hefur verið þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir frá árinu 2017 og hefur það verið eitt helsta baráttumál verkefnisstjórnar, íbúa Árneshrepps, Vestfjarðastofu og sveitarfélagsins að þessari vetrareinangrun yrði aflétt.

Gerð heilsársvegar yfir Veiðileysuháls er á samgönguáætlun en nú standa yfir umhverfisrannsóknir og jarðvegsmælingar. Standa vonir til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir við vegagerð von bráðar. 

Hér má lesa frétt Vegagerðarinnar um málið.