Fréttabréf Vestfjarðastofu er nú komið út. Hefur það að geyma fréttir frá starfseminni í nóvembermánuði, sem var viðburðaríkur líkt og flestir mánuðir ársins. Einnig var bætt inn í það fréttum frá því sem af er desembermánaðar, þar sem næsta fréttabréf verður með óhefðbundnu sniði. Það mun fela í sér í pistla frá starfsfólki þar sem það lítur yfir farinn veg á því ágæta ári 2025.
Fréttabréfið er svo hnausþykkt að hér má nánast tala um rit Vestfjarðastofu en í því er að vanda að finna pistla frá framkvæmdastjóra og formanni stjórnar, en þar má líka lesa um allskyns spennandi fundi, málþing og ráðstefnur sem má segja að hafi verið höfuðviðfangsefni nóvembermánaðar.
Jafnframt því sem við óskum ykkur góðra stunda við lesturinn óskum við þess að jólin verði ykkur öllum sem gleðilegust!
Hægt er að skrá sig á póstlista (Skráning á póstlista hér) og fá bréfið beint í tölvupósti en alltaf má líka nálgast fréttabréfið hér á síðu Vestfjarðastofu.