Fara í efni

Beint frá býli dagurinn

Fréttir

Beint frá býli fagnar 15 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni er boðið til afmælisviðburða um allt land sunnudaginn 20. ágúst. Á Vestfjörðum fer fögnuðurinn fram á Brjánslæk þar sem ábúendur munu taka á móti gestum og sýna þeim það sem búið hefur upp á að bjóða. Auk þeirra verða fulltrúar frá Hvammsbúinu, Skálholti, Gemlufalli, Litla býli og Nesskel að kynna starfsemi sína og varning, en þeir aðilar eru allir þátttakendur í Beint frá býli á Vestfjörðum. Vestfjarðastofa er stoltur styrkar- og samstarfsaðili þessa verkefnis sem miðar að því að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum, þar sem unnið er með svæðisbundið hráefni.

Afmælisveislan hefst klukkan 13 og stendur til kl. 17. Kaffihúsið í Gamla bænum verður opið og er þetta síðasti opnunardagur sumarsins. Beint frá býli býður upp á kaffi og köku, dagskrá verður fyrir börn og boðið upp á göngu í Surtarbrandsgil með landverði.

Öll hjartanlega velkomin!

Viðburðurinn á Facebook

Yfirlit yfir alla viðburðina má finna hér