Fara í efni

Barnamenningarhátíð á Vestfjörðum - kall eftir þátttöku.

Fréttir Verkefni

Stefnt er að því að halda barnamenningarhátíð dagana 11. – 22. september 2023

Hátíðinni er ætlað að vera vettvangur fyrir menningu barna, menningu fyrir börn og menningu með börnum. Hún á að fara fram um allan Vestfjarðakjálkann með þátttöku sem flestra.

Kallað er eftir þátttöku listamanna, stofnana, skóla og ekki síst barnanna sjálfra.

Barnamenningarhátíð á Vestfjörðum verður til með þátttöku skóla, stofnana, vestfirskra listamanna og barnanna sjálfra. Dagskráin mótast af því hvaða viðburðir eru skráðir til þátttöku og vonandi verða þeir sem flestir og fjölbreytilegastir. Hver viðburður getur verið stór eða smár, höfuðatriðið er að það sé einhver einstaklingur eða stofnun sem tekur að sér að stýra viðburðinum. Ef einhver útlagður kostnaður er samfara viðburðinum má senda inn ósk um fjárhagslegan stuðning til að gera hann að veruleika.

Vestfjarðastofa hefur umsjón með skipulagningu hátíðarinnar allavega í fyrstu atrennu, en vonir standa til þess að hátíðin festi sig í sessi og verði reglulegur viðburður á Vestfjörðum.

Tillögur að þátttöku á hátíðinni sendist í tölvupósti til verkefnisstjóra hátíðarinnar, Skúla Gautasonar, skuli@vestfirdir.is með lýsingu á viðburði og kostnaðaráætlun, ef við á.