Menningarráð Vestfjarða auglýsir starf menningarfulltrúa Vestfjarða. Um er að ræða fullt starf sem komið er á fót í kjölfar nýgerðs menningarsamnings á milli menntamálaráðuneytis, samgönguráðuneytis og sveitarfélaga á Vestfjörðum. 
Starfssvið: 
·      Dagleg umsýsla fyrir Menningarráð Vestfjarða. 
·      Þróunarstarf í menningarmálum á Vestfjörðum. 
·      Fagleg ráðgjöf og verkefnastjórnun. 
·      Efling samstarfs á sviði menningarmála. 
Menntunar- og hæfniskröfur: 
·      Háskólapróf eða sambærilegt nám, sem nýtist í starfi. 
·      Skipulags- og stjórnunarhæfileikar. 
·      Góðir hæfileikar í mannlegum samskiptum. 
·      Þekking og reynsla af lista- og menningarstarfi. 
·      Góð tölvu- og tungumálakunnátta. 
Við leitum að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti við fólk, er vanur sjálfstæðum vinnubrögðum og frumkvæði í störfum. 
Vinnutími krefst nokkurs sveigjanleika og starfinu fylgja töluverð ferðalög. Skilyrði er að viðkomandi starfsmaður verði búsettur á Vestfjörðum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2007. Launakjör eru í samræmi við kjarasamninga BHM. 
Umsóknir sendist til Menningarráðs Vestfjarða fyrir 20. júlí nk. Menningarráðið áskilur sér rétt til að framlengja umsóknarfrestinn, ef nauðsyn krefur. Upplýsingar veita formaður menningaráðs Gunnar Hallsson í síma 696 7316, netfang: gunnarhalls@simnet.is og Fjórðungssamband Vestfirðinga í síma 450 3001, netfang: skrifstofa@fjordungssamband.is.