Fara í efni

Ársfundur Vestfjarðastofu - Vestfirskur útflutningur, tækifæri og áskoranir

Fréttir

Karl Guðmundsson forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu mun flytja erindið á ársfundi Vestfjarðastofu miðvikudaginn 27. maí kl. 15:00. Erindið ber yfirskriftina "Vestfirskur útflutningur - tækifæri og áskoranir". 

Á ársfundi Vestfjarðastofu er gert ráð fyrir upphafserindi sem tengist málefnasviðum stofnunarinnar.  Sjávarútvegur er eins og áður meginstoð hins vestfirska hagkerfis en fiskeldi er í miklum vexti og ferðaþjónusta hefur farið vaxandi á síðustu árum. Óvissa er mikil á mörkuðum í tengslum við Covid hvort sem rætt er um matvælaframleiðslu eða ferðaþjónustu. Erindi ársfundar 2020 er því tengt tækifærum og áskorunum í útflutningi. 

Karl Guðmundsson gekk til liðs við Íslandsstofu vorið 2019 eftir tuttugu ára feril hjá útflutnings- og nýsköpunarfyrirtækjum. Hann var m.a. sölu- og markaðsstjóri Össurar í Bandaríkjunum og sölu- og markaðsstjóri lyfjafyrirtækisins Florealis frá stofnun. Nú er Karl forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu. Hann er sjúkraþjálfari að mennt en lauk MBA námi frá Rady School of Management í San Diego. 

Ársfundurinn er í fjarfundi og tengill verður sendur skráðum þátttakendum um hádegi þann 27. maí. 

Skráning á fundinn