Fara í efni

Árneshreppur ljóstengdur

Fréttir

Fjarskiptasjóður hefur boðið Árneshreppi styrk í B-hluta verkefnisins Ísland ljóstengt 2021 og vegna ljósleiðarastofnstrengja. Styrkurinn er í tvennu lagi, annars vegar 21,3 milljónir króna í stofnstreng til Djúpavíkur og hins vegar 25,4 milljónir króna í áfanga 1, 2 og 3, en í þeim er gert ráð fyrir að leggja ljósleiðara alla leið í Norðurfjörð.  Alls er framkvæmdin því styrkt um 46,7 milljónir króna. 

Samhliða ljósleiðaralagningunni verður lagður jarðstrengur fyrir þriggja fasa rafmagn, en það hefur ekki verið í boði í hreppnum fram að þessu. Reiknað er með því að framkvæmdir við verkið hefjist strax í vor.