Fara í efni

Ályktun stjórnar FV vegna breytingar á Samgönguáætlun.

Fréttir

Þjóðvegur 60, Vestfjarðarvegur, opnaðist fyrst árið 1959 og þótt að talsvert hafi áunnist á þeirri leið á liðnum árum eru enn í notkun vegakaflar sem lagðir voru um miðja síðustu öld.

Hönnun vegar um Dynjandisheiði er langt kominn og nauðsynlegt að hefja framkvæmdir sem fyrst til að verklok þar verði á svipuðum tíma og verklok við Dýrafjarðargöng.

Barátta Vestfirðinga um eðlilegt vegstæði um Gufudalssveit, hefur staðið í áratug. Sú baráttan hefur fyrst fremst verið á skipulagsgrundvelli, þar sem tekist hefur verið á um umhverfissjónarmið. Um framkvæmdina hefur hinsvegar verið nokkuð breið pólitísk sátt og fjármögnun hennar ekki deiluefni.

Nú hillir, vonandi, undir lok þeirra vinnu og baráttu.

Þá kemur þetta óvænta og óbilgjarna pólitíska útspil ráðherra um niðurskurð á fjármagni til vegaframkvæmda.

Óskiljanlegt.

Í gildi er Samgönguáætlun sem kveður skýrt á um þessar löngu tímabæru framkvæmdir á þjóðvegi 60. Skilaboð ráðherra er að plaggið sé marklaust.

Við þetta verður ekki unað.

Vestfirðingar mótmæla allir!​