Fara í efni

Aðalfundadagur 2021 á Reykhólum

Fréttir

Aðalfundadagur sem inniheldur Fjórðungsþing að vori og ársfund Vestfjarðastofu verða haldin miðvikudaginn 2. júní 2021 á Reykhólum.  Aðalfundadagur hafði verið skipulagður þann 29. apríl en vegna óvissu vegna Covid ákvað stjórnir Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vestfjarðastofu að færa fundinn fyrst til 20. maí en nú er endanleg dagssetning ákveðin eins og áður sagði 2. júní. Að þessu sinni er gert ráð fyrir staðfundi með möguleika á streymi fyrir þá sem vilja fylgjast með en ekki verður möguleiki á að taka þátt í atkvæðagreiðslum í fjarfundi. Nánari staðsetningar og dagskrá verða birt þegar nær dregur en skráning er möguleg strax. 

Nánari dagskrá fundanna og gögn verða send út 15 dögum fyrir þing. 

Þar sem um er að ræða fyrstu samkomu á vegum Fjórðungssamband og Vestfjarðastofu í langan tíma er sú breyting gerð á tilhögun vorþings að skipulögð dagskrá verður kvöldið fyrir þing með kvöldverði og samveru. Þessi dagskrá er valkvæð og þarf að skrá þátttöku

Við skráningu er óskað eftir að gestir tiltaki hvort þeir hyggist mæta bæði á ársfund Vestfjarðastofu og Fjórðungsþing að vori eða annað hvort. Gert er ráð fyrir að Fjórðungsþing standi frá 10-12, skráning hefst 9:30. Ársfundur Vestfjarðastofu stendur frá 13:30-15:30. Hádegisverður er innifalinn í öllum skráningum á staðfund. Kynningar á samstarfsverkefnum sveitarfélaga á Vestfjörðum verða milli funda. 

Valmöguleiki er að skrá sig í fjarfund á báða fundi en ítrekað að ekki verður hægt að taka þátt í atkvæðagreiðslum í fjarfundi.  

Skráningarblað á aðalfundadag 2021