Styrktarsjóður Hafna Ísafjarðarbæjar hefur nú úthlutað styrkjum í annað sinn en úthlutunarnefnd lauk störfum fyrr í vikunni. Í ár hafði sjóðurinn yfir 8.000.000 að ráða til úthlutunar sem er þriggja milljóna króna aukning frá fyrra ári.
Mikil ásókn var í sjóðinn, en 61 umsókn barst þar sem sótt var um fyrir rúmar 36 milljónir króna. Til gamans má geta að á síðasta ári voru umsóknir 22. Breytingar urðu á úthlutunarreglum á milli ára en í fyrra styrkti sjóðurinn aðeins viðburði, en í ár var einnig hægt að sækja um vegna samfélags- og fegrunarverkefna, flestar umsóknir voru þó á sviði viðburða.
Úthlutunarnefnd mat umsóknir og í kjölfarið var ákveðið að veita eftirfarandi 38 verkefnum styrk:
Styrkir í flokki viðburða
Götuveislan á Flateyri |
Götuveislan á Flateyri 2025 |
300,000 |
|
kol og salt ehf |
Samtímalist á Ísafirði – reglulegar leiðsagnir og bæklingur |
300,000 |
|
Nefnd Dýrafjarðardaga |
Dýrafjarðardagar |
300,000 |
|
Árni Heiðar Ívarsson |
Trúbadorar á torginu |
300,000 |
|
Jóngunnar Biering Margeirsson |
Tónar úr torfbænum |
300,000 |
|
Sandra/Snadra ehf |
Rythmískar tvíhliða teikningar |
250,000 |
|
Lýðskólinn á Flateyri |
Græjum þetta! - Viðgerðarhátíð Flateyrar |
240,000 |
|
Við Djúpið, félag |
Tónlistarhátíðin Við Djúpið |
200,000 |
|
Act alone |
Act alone á Suðureyri 2025 |
200,000 |
|
Hákon Ari heimisson |
íshátið Gadds |
200,000 |
|
Katla Vigdís Vernharðsdóttir |
Sjómannadagurinn á Suðureyri |
200,000 |
|
Steingrímur Rúnar Guðmundsson |
Íslenskir tónar í Neðsta með Denna |
200,000 |
|
Edinborgarhúsið |
Jazzhátíð í ágúst |
200,000 |
|
The Pigeon International Film Festival |
The Pigeon International Film Festival |
200,000 |
|
María Lárusdóttir |
Steinamálun |
200,000 |
|
Kómedíuleikhúsið atvinnuleikhús Vestfjarða |
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins |
200,000 |
|
Rajath Raj |
Find the Gap ( working title) |
200,000 |
|
Íris Ösp Heiðrúnardóttir |
Bollafaktorían - útistúdíó |
150,000 |
|
Byggðasafn Vestfjarða |
Vestfirskir jólasveinar |
150,000 |
|
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir |
Ótti umbreytist í skugga |
150,000 |
|
Lýðskólinn á Flateyri |
Blíðan - Sumarhátíð Lýðskólans á Flateyri |
150,000 |
|
Greta Lietuvninkaitė |
"Write it Out: A writing session with local authors" |
110,000 |
|
Edinborgarhúsið |
Afmælissýning Slunkaríkis |
100,000 |
|
Byggðasafn Vestfjarða |
Gömlu jólalögin |
100,000 |
|
Jóngunnar Biering Margeirsson |
Útgáfutónleikar Hljómóra í Hömrum |
100,000 |
|
Andri Pétur Þrastarson |
Gosi - Tónleikar |
100,000 |
Styrkir í flokki fegrunarverkefna
Blómahornið blómaskreytingarþjónusta |
Blómasæti Ísafjarðar |
600,000 |
|
Heiðrún Ólafsdóttir |
Ljóðvarnargarðar |
500,000 |
|
Litla netagerðin |
Litla netagerðin og litaleiðin – tenging hafnar, lista og samfélags |
250,000 |
|
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir |
Speglar þorpsins |
200,000 |
|
Fjólubláa Húfan ehf. |
Merking Norðurpólsins |
100,000 |
Styrkir í flokki samfélagsverkefna
Leiklistarhópur Halldóru ehf |
Leiklistarnámskeið fyrir börn |
250,000 |
|
Björgunarsveitin Dýri |
Endurnýjun björgunarbíls |
200,000 |
|
Litla netagerðin |
List án landamæra í litlu netagerðinni |
200,000 |
|
Sunna Reynisdóttir |
Ungbarnaróla í Minningargarðinn |
200,000 |
|
Litli leikklúbburinn |
Litli leikklúbburinn |
150,000 |
|
Leikfélag Flateyrar |
Leiklistarnámskeið á Flateyri |
150,000 |
|
Íþróttafélagið Grettir |
Uppfærsla á búnaði til æskulýðsstarfs og lýðheilsueflingar |
100,000 |
Þökkum við kærlega frábærar viðtökur og öllum þeim sem sendu inn umsókn og óskum við styrkþegum innilega til hamingju!