Fara í efni

Þróunarsjóður Flateyrar

Þróunarsjóður Flateyrar

Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri í janúar 2020 var skipaður starfshópur sem  gerði tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri og Önundarfirði. Ein af þeim var að stofnaður yrði Þróunarsjóður til að veita styrki í nýsköpunar- og þróunarverkefni á Flateyri. Sjóðurinn er fjármagnaður af ríkissjóði og úthlutar u.þ.b. 20 miljónum á ári á þriggja ára tímabili 2020-2023, en fyrsta og síðasta árið teljast hálf og því úthlutað 10 miljónum.

Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á svæðinu. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga. 

Mat verkefna tekur mið af niðurstöðum íbúaþings og annars íbúasamráðs á Flateyri og markmiðum Sóknaráætlunar Vestfjarða. Þær umsóknir sem berast í sjóðinn verða metnar af verkefnisstjórn byggðarlagsins sem skipuð er fulltrúum frá Ísafjarðarbæ, Vestfjarðastofu og hverfaráði Önundarfjarðar. Þeir eru Birgir Guðmundsson og Daníel Jakobsson frá Ísafjarðarbæ, Sigríður Kristjásdóttir frá Vestfjarðastofu og Bernharður Guðmundsson og Guðrún B. Guðmundssdóttir frá Hverfaráðinu. Hæfnisreglur stjórnsýslulaga gilda um störf verkefnastjórnar við úthlutun styrkja.

Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu á Flateyri eru hvattir til að sækja um. Athugið að vönduð umsókn eykur líkur á úthlutun úr Þróunarsjóði. Allar þær upplýsingar eða gögn sem talið er að geti styrkt umsóknina skulu fylgja sem viðhengi. Dæmi; viðskiptaáætlanir, rekstraráætlanir, ársreikningar, teikningar, meðmælabréf, myndir eða ítarlegri verk-, tíma- og kostnaðaráætlanir. Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins áður en hafist er handa við að fylla út umsókn. Það er góð regla að vista umsóknina sem PDF í sinni endanlegu mynd. Ekki er hægt að vinna í umsókninni eftir að hún hefur verið send.

Verkefnisstjóri er Hjörleifur Finnsson. 
Netfang: hjorleifur@isafjordur.is 

Úthlutun 2022
**Umsóknarfrestur í Þróunarsjóð Flateyrar, sem renna átti út í dag hefur verið framlengdur til morgundags, 8. febrúar kl 16.00

Umsóknareyðublað má finna HÉR