Fara í efni

Sveitarstjórnarmál

Vestfjarðastofa samþættir krafta landshlutans, fylgir eftir hagsmunum umhverfisins, samfélagsins og efnahaglífs byggðanna og stuðlar þannig að öflugum og sjálfbærum Vestfjörðum. Vestfjarðastofa vinnur að fjölmörgum verkefnum með sveitarfélögunum fjórðungsins, stuðlar að samstarfi sveitarfélaga og annast rekstur skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga. 

Vestfjarðastofa er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Vestfjörðum og atvinnulífsins á svæðinu og er stjórn Vestfjarðastofu skipuð fimm aðilum frá sveitarstjórnum svæðisins (stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga) og fjórum aðilum frá atvinnulífi og menningu. 

Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög sem starfa saman að fjölmörgum hagsmunamálum fjórðungsins. Helsti sameiginlegi vettvangur sveitarstjórnarfólks er haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga og þar eru málefni sem efst eru á baugi tekin fyrir.  

Starfsmaður

Tengdar fréttir