Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar - Opnað fyrir styrkumsóknir
Stuðningur ætlaður til að efla starfsemi starfandi þróunarsetra og nýsköpunar- og/eða samfélagsmiðstöðva samkvæmt markmiðum verkefnisins.
15. maí 2020
Vestfjarðastofa fékk styrk úr Byggðaáætlun 2018 til undirbúnings verkefnisins, en langtímamarkmið þess er meðal annars að efla og styðja við starfsemi starfandi þróunar-, nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðva. Einng er horft til þess að verkefnið undirbúi uppbyggingu 3 - 5 nýrra öflugra og skapandi samfélags- og nýsköpunarmiðstöðvar í smærri byggðakjörnum á Vestfjörðum í samstarfi við sveitarfélög og einkaaðila.
Vestfjarðastofa gerði úttekt á starfsemi Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðva á Vestfjörðum sem gefin var út vorið 2020 og starfsemi fjögurra miðstöðva var studd með fjármunum úr Byggðaáætlun og Sóknaráætlun Vestfjarða.