Fara í efni

Hringvegur 2

Hringvegur 2
Ferðaþjónustan á Vestfjörðum hefur talað fyrir því að Vestfjarðahringurinn sem verður til við gerð Dýrafjarðarganga og veg yfir Dynjandisheiði verði skilgreindur sem Hringvegur 2. Með þróun á Hringvegi 2 er verið að skapa nýtt aðdráttarafl fyrir Vestfirði og Ísland sem byggir á upplifun og afþreyingu. 

Verkefnið tekur til þróunar, undirbúnings og opnunar ferðamannaleiðarinnar Hringvegs 2 og stuðla með því að lengingu ferðamannatímabilsins og auka þannig arðbærni ferðaþjónustunnar á svæðinu. Hringvegur 2 snýst ekki um að keyra Vestfjarðahring á sem skemmstum tíma, heldur að stoppa, njóta og upplifa. Þá er horft til þess að tengja vestfirskan mat og matarupplifun inn í ferðalagið. 

Verkefnið hlaut styrk frá Ferðamálastofu árið 2018, til þriggja ára, en jafnframt fékk verkefnið styrk sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar. 

Starfsmaður verkefnis