Fara í efni

Fiskeldi - framtíðarsýn

Fiskeldi - framtíðarsýn

Fiskeldi framtíðarsýn er áhersluverkefni sem Vestfjarðarstofa hefur unnið að frá árinu 2019. Verkefnið hefur jafnframt fengið styrk úr sjóði C1 úr Byggðaáætlun. 

Síðastliðið ár hefur verið rætt við fjölda hagaðila í fiskeldi.  Unnin var viðhorfskönnun um fiskeldi og samgöngur haustið 2020 af RHA og KPMG er að vinna að úttekt um áhrif fiskeldis á Vestfjörðum sem er byggð á skýrslu sem unnin var 2016 um áhrif fiskeldis við Djúp.

Niðurstöður og fréttatengt efni verður hægt að nálgast á þessari síðu.

Fundir um framtíðarsýn í fiskeldi voru haldnir  20. og 21. september 2021 á Patreksfirði og Ísafirði.

Fundirnir voru báðir vel sóttir og tókust vel undir góðri fundarstjórn Ólafs Sveins Jóhannessonar á Patreksfirði og Héðins Unnsteinssonar á Ísafirði. Rúmlega 80 manns voru á hvorum fundi og til viðbótar fylgdust tæplega fjörtíu manns með síðari fundinum í streymi. 

Hér til hægri á síðuna má sjá dagskrána, glærur og upptökur frá fundunum.

Tengd verkefni

Tengdar fréttir