Fara í efni

Öll vötn til Dýrafjarðar

Öll vötn til Dýrafjarðar
Öll vötn til Dýrafjarðar er byggðaþróunarverkefni á Þingeyri sem rekið er undir merkjum "Brothættra byggða" og hefur það meginmarkmið að stöðva viðvarandi fólksfækkun. 

Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar 2014-2017 og er sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Verkefnið er ætlað byggðarlögum sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun, fækkun atvinnutækifæra og það að atvinnulíf og þjónusta hafa veikst.  Verkefnið er samstarfsverkefni heimamanna, Ísafjarðarbæjar, Byggðastofnunar og Vestfjarðastofu og er verkefnisstjórn skipuð fulltrúum þessara aðila. 

Verkefnið er unnið í fjórum áföngum, undirbúningi, stefnumótun og áætlanagerð, framkvæmd og lok. Nú er unnið að því að ljúka öðrum áfanga. Verkefnið er til 3ja ára með möguleika á fjórða árinu ef á þarf að halda. 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð úr Frumkvæðissjóði Brothættra byggða, sem verkefnisstjórn veitir úr í umboði Byggðastofnunar vegna ársins 2021. Heildarupphæð úthlutunar ársins 2021 eru 7 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2021 kl. 16:00. Umsókn sem hefur verið vistuð fyrir kl. 16.00 11. maí telst móttekin. Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi á þar til gerðu eyðublaði sem má finna hér.

Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga. 

Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins áður en hafist er handa við að fylla út umsókn. 

Styrkjareglur Brothættra byggða í heild sinni má finna hér

Þegar verkefni er lokið þarf að skila lokaskýrslu. Smellið hér til að fylla út lokaskýrslu. 

Tengdar fréttir