Fara í efni

Öll vötn til Dýrafjarðar

Öll vötn til Dýrafjarðar
Öll vötn til Dýrafjarðar er byggðaþróunarverkefni á Þingeyri sem rekið er undir merkjum "Brothættra byggða" og hefur það meginmarkmið að stöðva viðvarandi fólksfækkun. 

Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar 2014-2017 og er sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Verkefnið er ætlað byggðarlögum sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun, fækkun atvinnutækifæra og það að atvinnulíf og þjónusta hafa veikst.  Verkefnið er samstarfsverkefni heimamanna, Ísafjarðarbæjar, Byggðastofnunar og Vestfjarðastofu og er verkefnisstjórn skipuð fulltrúum þessara aðila. 

Verkefnið er unnið í fjórum áföngum, undirbúningi, stefnumótun og áætlanagerð, framkvæmd og lok. Nú er unnið að því að ljúka síðasta áfanga. Verkefnið er til 3ja ára með möguleika á fjórða árinu ef á þarf að halda. Verkefnið hefur verið framlengt til loka ársins 2022. 

Verkefninu hefur fylgt fjármagn sem nýtt hefur verið til úthlutunar styrkja til ýmissa samfélagsverkefna ásamt verkefna sem stuðla að atvinnuuppbyggingu. Úthlutun fer fram einu sinni á ári. Þeir sem fá úthlutað styrk þurfa í lok verkefnis að skila lokaskýrslu. Smellið hér til að fylla út lokaskýrslu. 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir. Athugið, umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til kl. 16:00 þriðjudaginn 1. mars 2022. Tekið skal fram að þetta er síðasta úthlutun verkefnisins. 

Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagsverkefnum í samfélaginu við Dýrafjörð eru hvattir til að sækja um. Einnig verður horft til stærri verkefna sem hvetja til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina. Umsókn ber að skila á rafrænu formi sem finna má hér. 

Á vef Byggðastofnunar má finna nánari útlistanir á gildandi reglum um styrkveitingar og markmiðaskjal verkefnisins sem finnna má hér til hliðar á síðunni. 

Umsækjendur eru hvattir til að lesa leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra. Vönduð umsókn sem styður við framtíðarsýn og meginmarkmið verkefnisins er líklegri til árangurs. 

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir verkefnisstjóri Agnes Arnardóttir, netfang: agnes@vestfirdir.is

Tengdar fréttir