Fara í efni

Áfram Árneshreppur 2022

Hér er hægt að sækja um styrk til verkefna sem efla samfélagið í Árneshreppi. 
Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga. 
Sérstaklega verður litið til nýsköpunarverkefna sem tengjast væntanlegri þrífösun rafmagns og ljósleiðaravæðingu í Árneshreppi.
Allar þær upplýsingar eða gögn sem talið er að geti styrkt umsóknina skulu fylgja sem viðhengi. Dæmi; viðskiptaáætlanir, rekstraráætlanir, ársreikningar, teikningar, meðmælabréf, myndir eða ýtarlegri verk-, tíma- og kostnaðaráætlanir.
Ath. Umsókn sem hefur verið vistuð fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 17. febrúar 2022 telst móttekin. Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins áður en hafist er handa við að fylla út umsókn. Það er góð regla að vista umsóknina sem PDF í sinni endanlegu mynd. Ekki er hægt að vinna í umsókninni eftir að hún hefur verið send. 
Styrkjareglur Brothættra byggða í heild sinni má finna hér 

Nánari upplýsingar veitir Skúli Gautason verkefnisstjóri, skuli@vestfirdir.is

Segið frá verkefninu, hvað felur það í sér, hverjir munu vinna það og hvernig.
Hvernig hefur verkefnið gildi fyrir samfélagið?