Fara í efni

Áfram Árneshreppur!

Áfram Árneshreppur!
Verkefni Brothættra byggða í Árneshreppi gengur undir nafninu Áfram Árneshreppur! Meginmarkmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun. 

Verkefnið Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar 2014-2017 og er sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Verkefnið er ætlað byggðarlögum sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun, fækkun atvinnutækifæra og það að atvinnulíf og þjónusta hafa veikst. Sértæk aðgerð fyrir smærri byggðakjarna og sveitir landsins, sem vegna smæðar sinnar hafa ekki getað nýtt sér önnur úrræði ríkis og sveitarfélaga til stuðnings byggðaþróunar og uppbyggingu samfélagsins.

Verkefnið er unnið í fjórum áföngum; undirbúningi, stefnumótun og áætlanagerð, framkvæmd og lok. Nú er unnið að því að ljúka öðrum áfanga. Verkefnið er til fjögurra ára með möguleika á fimmta árinu ef á þarf að halda.

Auglýstir hafa verið til umsóknar styrkir til verkefna sem styrkja samfélagið í Árneshreppi. Miðað er við að verkefnin komi til framkvæmda á árinu 2021. Alls eru til úthlutunar um 7 milljónir króna. Verkefnin geta verið af ýmsu tagi, tengd atvinnulífi, ferðaþjónustu, afþreyingu eða menningarlífi, svo lengi sem verkefnin teljast styrkja samfélagið í hreppnum. Umsóknarfrestur er til kl. 12 á hádegi föstudaginn  14. maí 2021. 
Smellið hér til að sækja um styrk til verkefna árið 2021

Smelltu hér til að skila lokaskýrslu vegna styrkhúthlutana í Árneshreppi.