Vegagerðin – Vilt þú taka beinan þátt í uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum?
Vegagerðin leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp og viðhalda vegakerfinu á svæðinu. Auglýst er eftir sérfræðingi til að vera hluti af öflugu teymi Vegagerðarinnar á svæðinu. Framundan eru krefjandi verkefni í viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum og því leitar Vegagerðin á Vestursvæði eftir einstaklingi til þess að leiða þá vinnu. Umsóknarfrestur er til og með 1.september 2025.
20. ágúst 2025