Dægradvöl Ísafirði – Stuðningsfulltrúar og frístundaleiðbeinandi
Laus eru til umsóknar þrjú störf í dægradvöl á Ísafirði. Störfin eru tímabundin frá 12. ágúst nk. til 6. júní 2025. Annars vegar er um að ræða tvö störf stuðningsfulltrúa og hins vegar eitt starf frístundaleiðbeinanda. Vinnutíminn er frá 13:00 til 16:00 (42% starfshlutfall) alla virka daga. Næsti yfirmaður er forstöðumaður dægradvalar. Störfin eru afar skemmtileg, lífleg og gefandi. Umsóknarfrestur til 24.júní 2024.
11. júní 2024