Fara í efni

Vesturferðir – Sölu- og þjónustufulltrúi

Störf í boði

Vesturferðir ehf. leitar að sölu- og þjónustufulltrúa

Ferðaskrifstofan Vesturferðir ehf. sér um sölu báts- og gönguferða um Hornstrandir og Jökulfirði. Vesturferðir ehf. tekur einnig á móti stórum hluta þeirra skemmtiferðaskipa sem heimsækja norðanverða Vestfirði.

Við erum að leita að einstaklingi, sem hefur ríka þjónustulund, hefur áhuga á ferðafólki, ferðaþjónustu og útivist, hugsar í lausnum og skilur að þolinmæðin sé dyggð. Um er að ræða 100% starf, með ráðningu frá 1. mars 2022. Helsti álagstími starfsseminnar er maí – ágúst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Dagleg sala og utanumhald á ferðum sem Vesturferða bjóða upp á.
  • Samskipti við viðskiptavini, birgja og aðra samstarfsaðila.
  • Aðstoða viðskiptavini við að setja saman gönguferðir inn á Hornstrandarsvæðið.
  • Þróun nýrra ferða um Vestfirði, í samstarfi við annað starfsfólk.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Góð almenn tölvukunnátta æskileg, (word og excel).
  • Gott vald á enskri tungu, í máli og riti.
  • Frumkvæði, nákvæmni, sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð.
  • Reynsla í ferðaþjónustu æskileg.
  • Þekking á landafræði Vestfjarða kostur.

Sótt er um á alfred.is til og með 26. desember 2021. Með umsókninni skal fylgja ferilskrá og stutt kynningarbréf. Nánari upplýsinar veitir Guðmundur Björn Eyþórsson (gudmundur@vesturferdir.is).