Fara í efni

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar – Forstöðumaður búsetuþjónustu

Störf í boði

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar 70-100% starf forstöðumanns í sólarhringsþjónustu (búsetu) fyrir fatlað fólk. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Leitað er að kröftugum einstaklingi sem býr yfir miklum skipulagshæfileikum og sýnir frumkvæði og metnað í starfi. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið vel í hópi, ásamt því að vera sjálfstæður í verkefnum þegar þörf krefur. Næsti yfirmaður er deildarstjóri málefna fatlaðra á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar.

Meginverkefni

  • Ábyrgð á daglegum rekstri og skipulagningu á þjónustu búsetunnar.
  • Ábyrgð á innra starfi, samskiptum við þjónustuþega, aðstandendur og samstarfsstofnanir.
  • Ráðningar, starfsmannamál og launaskil til launadeildar.
  • Reikningaskil til innheimtufulltrúa.
  • Ábyrgð á áætlanagerð í búsetuþjónustu í samræmi við stefnu Ísafjarðarbæjar, s.s. rekstrar-, launa- og starfsáætlanir.
  • Þátttaka í stefnumótun þjónustu velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar.

Menntun og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í þroskaþjálfafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla og þekking á málefnum fatlaðra.
  • Reynsla og þekking á stjórnun nauðsynleg.
  • Frumkvæði, sjálfstæði, vandvirkni og skipulagshæfni.
  • Rík þjónustulund, lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og tjáning í ræðu og riti.
  • Góð almenn tölvukunnátta.

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst 2022. Umsóknir, ásamt ferilskrá, kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum, skulu sendar til Önnu Valgerðar Einarsdóttur, deildarstjóra í málefnum fatlaðra á netfangið anna@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Anna, í síma 450-8000 eða í gegnum fyrrgreindan tölvupóst.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.