Fara í efni

Vegagerðin — Sumarstörf háskólanema á tæknideild og umsjónardeild Vestursvæðis

Störf í boði

Opið er fyrir umsóknir um sumarstörf á tæknideild og umsjónardeild Vestursvæðis.

Starfsstöð getur verið á Ísafirði eða í Borgarnesi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Tæknideild:
Landmælingar, úrvinnsla gagna, minni hönnunarverkefni, ásamt ýmsum verkefnum á starfsstöðinni.

Umsjónardeild:
Eftirlit með framkvæmdum, landmælingar, þróunarvinna og umbótarverkefni ásamt ýmsum verkefnum á starfsstöðinni.

Hæfniskröfur

Hafa lokið einu ári í háskóla í námi sem nýtist í starfi s.s. verkfræði, tæknifræði, landfræði, jarðfræði eða sambærilegu
Almennt ökuskírteini
Góð öryggisvitund
Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
Hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og hæfni að vinna í hóp
Góð kunnátta í íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og upplýsingar um fyrri störf. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf á bilinu 15. maí-6.júní.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 19.02.2024

Nánari upplýsingar veitir

Birgitta Rán Ásgeirsdóttir, deildarstjóri tæknideildar - birgitta.r.asgeirsdottir@vegagerdin.is - 5221000
Dagný Ósk Halldórsdóttir, deildarstjóri umsjónardeildar - dagny.o.halldorsdottir@vegagerdin.is - 5221000

Sækja um starf