Fara í efni

Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar - Sumarstarfsmenn

Störf í boði

Auglýst er eftir sumarstarfsmönnum við hin ýmsu störf hjá Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar (áhaldahúsi). Starfstímabil er 13. maí til 16. ágúst 2024 og er vinnutími milli kl. 07.30 – 16.25 virka daga, nema til hádegis á föstudögum. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2024.

Helstu verkefni eru: Almenn störf, s.s. uppsetning umferðarskilta, holuviðgerðir, hellulögn og margt fleira.

Hæfniskröfur: Leitað er eftir ungmennum 18 ára og eldri sem hafa áhuga á útivinnu. Viðkomandi þarf að vera stundvís, sveigjanleg(ur) og hafa jákvætt viðhorf til vinnunnar. Æskilegt er að viðkomandi hafi bílpróf.

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við VerkVest/Kjöl.

Umsóknum skal skilað til Kristjáns Andra Guðjónssonar, forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar í tölvupósti á ahaldahus@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Andri í gegnum fyrrgreindan tölvupóst eða síma 620-7634.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-