Fara í efni

Sumarstörf í garðyrkjudeild Ísafjarðarbæjar

Störf í boði

Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir starfsmönnum til sumarstarfa í garðyrkjudeild. Um er að ræða 100% störf við skemmtilega útivinnu á tímabilinu 13. maí til 16. ágúst 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er garðyrkjufulltrúi. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2024.

Helstu verkefni:

  • Gróðursetning
  • Umhirða gróðursvæða
  • Sláttur
  • Illgresishreinsun
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur: Leitað er eftir starfsfólki 18 ára og eldra sem hefur áhuga á útivinnu við garðyrkju. Viðkomandi þarf að vera stundvís og hafa jákvætt viðhorf til vinnunnar. Kostur er ef viðkomandi hefur bílpróf.

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjölur/VerkVest).

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sighvatur Jón Þórarinsson garðyrkjufulltrúi í síma 450-8000, einnig má senda fyrirspurnir á sighvatur@isafjordur.is. Umsóknum skal skilað til Sighvats á fyrrgreint netfang. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um störfin. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-