Fara í efni

Starfsendurhæfing Vestfjarða - Sálfræðingur

Störf í boði

Starfsendurhæfing Vestfjarða (SEV) óskar að ráða sálfræðing til starfa í 50 – 100% starfshlutfall, eftir samkomulagi.

Starfsendurhæfing Vestfjarða er lítil starfsendurhæfingarstöð staðsett á Ísafirði, sem þjónustar einstaklinga sem vinna að eflingu heilsu og lífsgæða og endurkomu á vinnumarkaðinn.

Um er að ræða fjölbreytt starf á notalegum vinnustað og með möguleikum á því að móta bæði starfsemina og starfsumhverfið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf, stuðningur og eftirfylgd við þátttakendur SEV
  • Fræðsla og umsjón með dagskrá SEV
  • Sálfræðimeðferð, einstaklingsviðtöl.
  • Mat og greining á þjónustuþörf einstaklinga og gerð endurhæfingaráætlana
  • Gerð greinargerða, tilvísana og önnur skráningavinna
  • Samstarf við samstarfsaðila, þjónustustofnanir og sérfræðinga
  • Þróunarstarf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nám í klínískri sálfræði, starfsleyfi frá Landlækni og a.m.k. tveggja ára starfsreynsla er skilyrði. Viðurkenning sem EMDR meðferðaraðili er kostur
  • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Heiðaleiki og virðing fyrir fólki
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
  • Þekking og reynsla af störfum á sviði starfsendurhæfingar er æskileg

     

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamning viðkomandi stéttarfélags og samtaka atvinnulífsins. SEV áskilur sér rétt til að hafna öllum umsækjendum.

Nánari upplýsingar veitir Harpa Lind Kristjánsdóttir forstöðumaður í síma 430 3070 eða harpa@sev.is

Frekari upplýsingar