Fara í efni

Launafulltrúi hjá Arctic Fish á Vestfjörðum

Störf í boði

Arctic Fish leitar að launafulltrúa á skrifstofu félagsins á Ísafirði.
Starfsmaðurinn verður hluti af 6 manna fjármálasviði Arctic Fish.

Helstu verkefni

  • Skráningar í DK launakerfi
  • Utanumhald og aðstoð við skráningu í tímaskráningarkerfi Tímon
  • Útreikningur veikindaréttar og annarra réttinda starfsmanna
  • Frágangur og skráning viðeigandi skjala
  • Frágangur skilagreina
  • Skýrslugerð og greiningar fyrir yfirstjórn
  • Þátttaka í gerð launaáætlana
  • Önnur tilfallandi bókhaldsverkefni

Leitað er að einstaklingi með eftirfarandi hæfni:

  • Viðskiptafræðimenntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð ensku kunnátta
  • Góð tölvukunnátta og hæfni til að starfa í Microsoft Office umhverfinu
  • Góð samskiptahæfni
  • Góð skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð

Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um. Umsóknir skulu berast í tölvupósti til Elísabetar
Samúelsdóttur, es@afish.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir
Elísabet Samúelsdóttir mannauðssstjóri í síma 866 1334.
Umsóknarfrestur er til og með 19. október 2022.