Skrifstofustjóri/fjármálastjóri
Kampi ehf rækjuverksmiðja á Ísafirði óskar eftir að ráða til sín skrifstofustjóra/fjármálastjóra. Starfið felst í daglegri yfirsýn reksturs ásamt framkvæmdastjóra og framleiðslustjóra, áætlunargerð, undirbúa gögn til uppgjörsvinnu til endurskoðanda, samskiptum við viðskiptavini og birgja, skipulag sjóðstreymis, ýmissi greiningarvinnu, koma að starfsmannamálum og vera hluti af stjórnendateymi félagsins. Skrifstofustjóri/fjármálastjóri situr flesta stjórnarfundi og er hluti af stefnumótandi teymi félagsins.
Næg verkefni eru framundan í endurskipulagningu á upplýsingakerfum, verkferlum í bókhaldi og leiðbeina meðstjórnendum í notkun á upplýsingakerfum og samræma upplýsingagjöf, eftirfylgni markmiða og almennt skipulag.
Starfstöð er á Ísafirði.
Reynsla og þekking:
- Óskum eftir að ráða aðila með háskólapróf og þekkingu og reynslu úr bókhaldi og uppgjörsvinnu
- Kostur ef viðkomandi hefur reynslu úr sjávarútvegi
- Þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Þekking og reynsla af Navision og Wisefish er kostur
Umsóknir sendist á arni@kampi.is
Um Kampa ehf
Kampi ehf var stofnað árið 2007. Kampi vinnur úr um 8 – 10 þúsund tonnum af rækju á ári og vinnur nú að frekari tæknivæðingu til að auka afköst og nýtingu. Hjá Kampa vinna um 40 manns. Verkefni rækjuvinnslunnar er vinnsla hráefnis í verktöku fyrir bæði innlenda og erlenda aðila. Kampi leggur mikið upp úr gæðastarfi og er vottað í samræmi við staðla BRCGS ásamt stöðlum Marks & Spencer, Morrison, Tesco, Samworht og fleirum. Nýjir eigendur komu að fyrirtækinu á síðasta ári og hafa mikinn metnað fyrir uppbyggingu þess til framtíðar.
Skila á inn umsóknum á arni@kampi.is