Fara í efni

Hlíf - Sumarstarf í matarþjónustu

Störf í boði

Hlíf - Sumarstarf í matarþjónustu

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar sumarstarf í matarþjónustu á Hlíf, íbúðum aldraðra. Um er að ræða starf frá 10:30 til 13:30 alla virka daga auk þess sem unnið er aðra hvora helgi. Starfið er frá byrjun júní til loka ágúst 2024 eða eftir nánara samkomulagi.

Meginverkefni

  • Aðstoð við framreiða mat
  • Leggja á borð, frágangur og uppvask

Hæfniskröfur

  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði, dugnaður og vinnusemi
  • Áhugi á að vinna með fólki
  • Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

 

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjölur/ VerkVest). Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2024.

Umsóknir skulu sendar til Hrafnhildar Hrannar Óðinsdóttur, forstöðumanns stuðningsþjónustu á netfangið hrafnhildurod@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur, í síma 450-8000 eða í gegnum ofangreint netfang.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin

-Við þjónum með gleði til gagns-