Fara í efni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða — Hjúkrunarfræðingur í skólahjúkrun

Störf í boði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í skólahjúkrun. Gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingurinn starfi á heilsugæslu frá skólalokum í byrjun júní til 1. september. Um er að ræða 80 - 100% starf virka daga. Vinnustaðir eru grunnskólar í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhreppi, auk heilsugæslusviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Viðvera í skólunum, móttaka og viðtöl við nemendur, kennara og skólastjórnendur

  • Skólaskoðanir og bólusetningar

  • Eftirfylgni með nemendum sem þurfa frekari aðstoð og þjónustu

  • Fræðsluskylda í öllum bekkjum skólanna

  • Samvinna við aðra, sem að heilsuvernd og velferð barna koma, eins og lækna, sálfræðinga, geðteymi, skóla- og félagsmálayfirvöld o.s.frv.

  • Almenn störf hjúkrunarfræðings á heilsugæslusviði

Hæfniskröfur

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Starfsreynsla við heilsugæslu-, eða skólahjúkrun er æskileg

  • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim ásamt innsendum gögnum og umsögnum meðmælenda.Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Ísafjarðarbær- og Vestfirðir í heild- er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.Tækifærin til útivistar eru allt um kring, enginn tími fer í ferðalög til og frá vinnu. Börnin eru eins og blóm í eggi í leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttastarfi, menntaskóla og jafnvel lýðskóla eða háskóla.Fullt af spennandi atvinnutækifærum fyrir maka og margvísleg starfsemi sem krefst háskólamenntunar á svæðinu, sjá til dæmis laus störf á vef Ísafjarðarbæjar.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 29.01.2024

Nánari upplýsingar veitir

Magnea I Hafsteinsdóttir, magnea.hafsteinsdottir@hvest.is

Sækja um