Fara í efni

Arnarlax - Sérfræðingur í reikningshaldi og uppgjörum

Störf í boði

Arnarlax leitar að metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi í reikningshaldi og uppgjörum til að ganga til liðs við öflugt fjármálateymi félagsins. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Starfsstöð er á Bíldudal eða í Reykjavík eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í uppgjöri og mánaðarskýrslum samstæðunnar
  • Þátttaka í skýrslugerð og miðlun fjárhagsupplýsinga til stjórnar og endurskoðanda
  • Þátttaka í áætlunargerð og greiningarvinnu
  • Þátttaka í innleiðingu á nýjum ferlum og fjárhagsupplýsingakerfi
  • Ýmis tilfallandi verkefni á fjármálasviði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf í reikninghaldi og endurskoðun Macc. eða sambærileg menntun
  • Þriggja ára starfsreynsla á endurskoðunarstofu æskileg
  • Reynsla af uppgjörsvinnu og samstæðuuppgjöri
  • Reynsla af Microsoft Navision eða Business Central er kostur
  • Reynsla af vinnu í alþjóðlegu umhverfi er kostur
  • Gott vald á íslensku- og ensku
  • Hæfni til að tileinka sér nýjungar og sjá ný tækifæri til að auka skilvirkni
  • Frumkvæði, jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
Fríðindi í starfi
  • Spennandi vinnuumhverfi í ört vaxandi atvinnugrein
  • Flutningsstyrk ef við á
  • Góð tækifæri til að þróast, bæði persónulega og faglega
  • Fjölbreytt verkefni, námskeið og þjálfun
  • Stuðning til náms á því sviði sem starfið tekur til
  • Samkeppnishæf laun

Meginstarfsstöð getur verið hvort sem er á aðalskrifstofu okkar á Bíldudal eða í Reykjavík.

 

Arnarlax er leiðandi laxeldisfyrirtæki á Íslandi með aðalstarfsemi á Vestfjörðum og með höfuðstöðvar á Bíldudal. Fyrirtækið er að fullu samþætt með alla þætti virðiskeðjunnar undir, þar með talið seiðaframleiðslu, eldi, vinnslu og sölu.

Arnarlax teymið samanstendur nú af um 180 manns, dyggu og hæfu fólki á öllum stigum virðiskeðjunnar. Hjá okkur starfar einvala hópur fólks af öllum kynjum og ýmsum þjóðernum sem vinna saman að framleiðslu fyrsta flokks lax til viðskiptavina um allan heim.

Við erum með starfsemi í fimm mismunandi sveitarfélögum með starfsstöðvar á Bíldudal, Patreksfirði og Reykjavík og með seiðaframleiðslu á Tálknafirði, Þorlákshöfn og Grímsnes- og Grafningshreppur. Arnarlax framleiddi 16.000 tonn af laxi árið 2022 og gerir ráð fyrir miklum vexti á komandi árum.

Arnarlax er jafnlaunavottað fyrirtæki.

Arnarlax hvetur alla áhugasama einstaklinga til að sækja um starfið, óháð kyni.

 

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi fyrir starfið. Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl.

Nánari upplýsingar veitir Hallveig Hafstað Haraldsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi, hallveig@hagvangur.is