Fara í efni

Arnarlax - Gæðafulltrúi.

Störf í boði

Arnarlax leitar að metnaðarfullum og áhugasömum gæðafulltrúa til starfa við gæðadeild fyrirtækisins. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Aðalstarfsstöð gæðafulltrúa er á Bíldudal.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð og eftirlit með öryggis- og heilbrigðismálum þvert á deildir
  • Yfirsýn og skipulag á þjálfun tengdri öryggi- og heilbrigði
  • Fylgjast með framkvæmd verklagsreglna og áhættumati í öllum deildum
  • Yfirsýn, undirbúningur og þátttaka í innri úttektum samkvæmt gæðastaðli fyrirtækisins
  • Yfirsýn, undirbúningur og þátttaka í ytri úttektum, ASC, BRC og kröfum yfirvalda
  • Þátttaka í vinnu tengdri sjálfbærni, matvælaöryggi og HACCP
  • Skýrslugerð, vikuleg og mánaðarleg
  • Önnur gæðatengd verkefni

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun í greininni; fiskeldisnám, gæðastjórnun í sjávarútvegi eða innan matvælaiðnaðarins, eða sambærilegt nám
  • Starfsreynsla á sviði gæðastjórnunar í fiskeldi er kostur
  • Kunnátta í BRC og ASC stöðlunum er kostur
  • Starfsreynsla á sviði heilsu og öryggis er kostur
  • Góð samskiptahæfni, sjálfstæð vinnubrögð og árangursmiðað hugarfar
  • Góð tölvukunnátta
  • Vandvirkur einstaklingur sem gætir að eigin heilsu og öryggi
  • Íslensku- eða enskukunnátta er skilyrði

 

Arnarlax býður:

  • Spennandi vinnuumhverfi í ört vaxandi atvinnugrein
  • Flutningsstyrk ef við á
  • Frían aðgang að íþróttamannvirkjum á svæðinu
  • Góð tækifæri til að þróast, bæði persónulega og faglega
  • Fjölbreytt verkefni, námskeið og þjálfun
  • Stuðning til náms á því sviði sem starfið tekur til
  • Samkeppnishæf laun

 

Arnarlax er leiðandi laxeldisfyrirtæki á Íslandi með aðalstarfsemi á Vestfjörðum og með höfuðstöðvar á Bíldudal. Fyrirtækið er að fullu samþætt með alla þætti virðiskeðjunnar undir, þar með talið seiðaframleiðslu, eldi, vinnslu og sölu.

Arnarlax teymið samanstendur nú af um 200 manns, dyggu og hæfu fólki á öllum stigum virðiskeðjunnar. Hjá okkur starfar einvala hópur fólks af öllum kynjum og ýmsum þjóðernum sem vinna saman að framleiðslu fyrsta flokks lax til viðskiptavina um allan heim.

Við erum með starfsemi í fimm mismunandi sveitarfélögum með starfsstöðvar á Bíldudal, Patreksfirði og Reykjavík og með seiðaframleiðslu á Tálknafirði, Þorlákshöfn og Grímsnes- og Grafningshreppur. Arnarlax framleiddi 16.000 tonn af laxi árið 2022 og gerir ráð fyrir miklum vexti á komandi árum.

 

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi fyrir starfið. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar.

Nánari upplýsingar veitir Hallveig Hafstað Haraldsdóttir, hallveig@hagvangur.is