18. september 2025
Störf í boði
Arna í Bolungarvík leitar að öflugum tæknimanni til þess að sjá um viðhald og tæknimál.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og eftirlit með öllum viðhalds- og tæknimálum í mjólkurvinnslu Örnu í Bolungarvík
- Samskipti við innlenda og erlenda vélaframleiðendur og þjónustuaðila
- Gerð verk- og kostnaðaráætlana og eftirfylgni með þeim
- Skipulagning verkefna og fyrirbyggjandi viðhald
- Þróun og innleiðing á tæknilausnum í framleiðslu
- Uppsetning tækja og hámörkun á nýtingu á tækjum
- Mat á fjárfestingum í tækjabúnaði
- Önnur verkefni í samráði við framleiðslustjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Tæknimenntun s.s. rafvirki, vélsmiður, vélvirki
- Reynsla af svipuðum verkefnum
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Brennandi áhugi á viðfangsefninu
- Almenn tölvukunnátta, þekking á iðntölvum