Fara í efni

Arctic Fish - Sérfræðingur á fjármálasviði

Störf í boði

Arctic Fish óskar eftir að ráða sérfræðing á fjármálasviði til að starfa á skrifstofu fyrirtækisins á Ísafirði. Í boði er sveigjanleiki fyrir einstaklinga sem búsettir eru í öðrum landshlutum, en æskileg viðvera á Ísafirði er a.m.k. ein vika í mánuði.

Sérfræðingur í fjármálum starfar fyrst og fremst við reikningshald, skýrslugerð og endurskoðun innan samstæðunnar, sem felur í sér eftirfarandi:

· Yfirfara og greina fjárhagsskýrslur til að bera kennsl á misræmi og gera tillögur að úrbótum.

· Tryggja gott eftirlit með bókhaldsferlum og undirbúa úttektir.

· Vinna nákvæmar mánaðarlegar skýrslur og framkvæma gagnagreiningar.

· Taka þátt í greiningum og fjárhagsáætlunargerð samstæðunnar.

· Tryggja að lögum og alþjóðlegum stöðlum í starfsemi fjármáladeildarinnar sé fylgt.

· Vera í samstarfi við lög- og eftirlitsaðila í tengslum við regluverk.

· Framkvæma mánaðarleg og ársfjórðungsleg uppgjör og tryggja að uppgjör séu í samræmi við stefnu og verkferla fyrirtækisins.

· Innleiða endurbætur á verkferlum og auka skilvirkni þeirra í samvinnu við samstarfsfólk.

 

Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi hæfni og reynslu:

· B.Sc. eða M.Sc. gráðu á sviði fjármála, reikningshalds eða sambærilega menntun

· Umfangsmikil reynsla á sviði fjármála með áherslu á endurskoðun, skýrslugerð og reikningshald.

· Góð þekking á fjárhagslegum greiningum, reikningsskilareglum og endurskoðunarstöðlum.

· Færni í bókhaldskerfum og Microsoft Excel.

· Framúrskarandi greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun.

· Sjálfstæð vinnubrögð og leiðtogahæfni.

 

Arctic Fish framleiðir hágæða lax í seiðaeldisstöð í Tálknafirði og sjókvíum á Vestfjörðum. Markmiðið er að halda áfram fjárfestingum og byggja upp sjálfbæran og arðbæran rekstur þar sem eldið er í sátt við samfélag og umhverfi. Arctic Fish telur að lykillinn að velgengni fyrirtækisins muni byggja á metnaðarfullu starfsfólki sem leggur metnað sinn í að bjóða besta mögulega lax frá Íslandi. Arctic Fish samanstendur af Arctic Fish, Arctic Sea Farm, Arctic Smolt og Arctic Odda. Hjá fyrirtækinu starfa alls um 120 manns og eru höfuðstöðvar þess á Ísafirði.

Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ferliskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225 og Baldur Smári Einarsson, fjármálastjóri hjá Arctic Fish í síma 690-1222.