Fara í efni

Verkfærakistan

Þessi síða er í stöðugri þróun. Allar ábendingar og tillögur eru vel þegnar.

Hér eru nokkur verkfæri sem eru nytsamleg til ýmissa hluta. Þau eru ýmist ókeypis eða mjög ódýr.

Wikipedia

Wikipedia er ókeypis alfræðirit á vefnum. Hver sem er getur sett inn upplýsingar þar, svo í raun er ekki hægt að treysta upplýsingum þar í blindni, en misnotkun er fátíð. Það er mjög mikilvægt að hafa öll helstu hugtök inni á Wikipedia. Leitarvélar setja það oft sem fyrsta kost í niðurstöðum og almennt ríkir traust á upplýsingum sem þar er að finna. Prófaðu að slá inn nokkur lykilorð sem tengjast þinni starfsemi. Ef þau er ekki að finna geturðu skráð grein og sett myndir með.
Leiðbeiningar um hvernig á að skrá greinar inn á Wikipedia

Google Maps

Leiðbeiningar um hvernig á að setja nýjan stað inn á Google Maps. Best er að gera þetta í símanum.
1) Opnaðu Google Maps.
2) Smelltu á rétta staðsetningu. Rauður pinni kemur á staðinn.
3) Smelltu neðst á skjáinn og skrollaðu niður. Neðst geturðu smellt á „Add a missing place“
4) Fylltu inn allar upplýsingar.
https://www.youtube.com/watch?v=vV2lIvFZ6AE

 

Frumkvöðlar og stofnendur fyrirtækja

Þar má finna leiðbeiningar um hvernig á að stofna fyrirtæki.
https://island.is/lifsvidburdir/ad-stofna-fyrirtaeki

 

Vefhandbókin

Hér er handbók sem var gefin út fyrir nokkrum árum, gagnlegar upplýsingar og áminningar um ýmsa þætti sem vilja gleymast.
https://www.stjornarradid.is/verkefni/upplysingasamfelagid/opinberir-vefir/vefhandbokin/

 

Ráðgjöf

Bizmentors.eu/ bjóða upp á ókeypis viðtöl og aðstoð við frumkvöðla.

 

Hönnun

Lógó-hönnun

Gott lógó eða ímyndarmerki er afar mikilvægt. Það þarf að vera smart í útliti, virka bæði agnarsmátt og risastórt. Mörg góð logo hafa einhverskonar myndræna tengingu við starfsemina eða staðsetninguna. Það er góð fjárfesting að fá grafískan hönnuð til að hanna lógó. Það er stór hluti af ímynd fyrirtækisins og endist árum eða áratugum saman.
Hér er síða til að gera ókeypis lógó:
https://www.freelogodesign.org/

 

Til að hanna auglýsingaefni

Canva er góður og auðskiljanlegur vettvangur til að búa til kynningarefni.
https://www.canva.com/

Til að búa til vefsíður:

Grunnurinn að kynningarstarfi á netinu er vefsíða. Þar þarf að vera hægt að finna á einfaldan og aðgengilegan hátt upplýsingar um fyrirtækið eða verkefnið. Hafið í huga að bestu vefirnir eru oft þeir einföldustu.
https://www.weebly.com/
https://www.squarespace.com/
https://www.wix.com/

Til að nálgast ókeypis hágæða ljósmyndir

Oft vantar góðar ljósmyndir, en það þarf að gæta vel að höfundarrétti. Munið að það er stundum einfaldara og fljótlegra að fara bara út og taka myndina sem vantar en að leita tímunum saman á netinu.
https://www.pexels.com/
https://unsplash.com/

Til að klippa myndbönd

Myndbönd segja meira en ljósmyndir, þau eru vinsælli en líka vandmeðfarin.

Hér er síða með 10 atriðum sem er gott að hafa í huga þegar maður býr til myndbönd

Myndbönd þurfa að vera vel klippt og umfram allt stutt. Vanda ber hljóðsetningu myndbanda.

https://www.wevideo.com/

 

Öpp til að fá borgað fyrir kennslu/ráðgjöf á netinu

https://eagledial.com/
https://www.generouswork.com/i-need-software-so-i-can-charge-per-minute-for-consulting/

 

Til að gera aðdáendur að áskrifendum

https://www.patreon.com/

Til að finna gamalt efni á vefinum

www.vefsafn.is
www.waybackmachine.org

Ókeypis námskeið

Það er hægt að sækja sér ýmsa þekkingu sem mann skortir sér að kostnaðarlausu á netinu.

Hér má finna 450 ókeypis námskeið sem bestu skólar Bandaríkjanna (svokallaðir Ivy League skólar) bjóða upp á.
https://alison.com/ býður upp á námskeið í öllu mögulegu.
Á https://ocw.mit.edu/ býður MIT (Massachusetts Institute of Technology) upp á fjölda ókeypis netnámskeiða.

Marvel https://marvelapp.com/ er samstarfsvettvangur hönnunarteyma.

GAN https://www.gan.co/ er hnattrænt netsamfélag sprotafyrirtækja, hraðala og fjárfesta.