Fara í efni

Vinnustofur Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða

Fréttir Uppbyggingasjóður Vestfjarða

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða til 2. nóvember næstkomandi og af því tilefni býður Vestfjarðastofa til vinnustofa í vikunni fyrir áhugasama. Vinnustofurnar verða sem hér segir: 

Þriðjudaginn 24. október kl. 16:00-18:00 - Hnyðju, Hólmavík
Miðvikudaginn 25. október kl. 16:00-18:00 - Ólafshúsi, Patreksfirði
Fimmtudaginn 26. október kl. 16:00-18:00 - Vestfjarðastofu, Ísafirði

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem styrkir valin verkefni sem falla að Sóknaráætlun Vestfjarða sem er sértæk byggðaáætlun fyrir
Vestfirði. Vestfjarðastofa fyrir hönd Fjórðungssambands Vestfirðinga fer með umsýslu sjóðsins og er hægt að fá ráðgjöf hjá starfsfólki Vestfjarðastofu vegna gerð umsókna. 

Veittir eru styrkir í þremur flokkum:

Verkefnastyrkir í flokki menningar
Verkefnastyrkir í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar
Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstofnana 

Áherslur sjóðsins fyrir 2024 eru eftirfarandi: 

Verkefni sem efla samstarf á milli svæða á Vestfjörðum
Verkefni sem byggja á sérkennum Vestfjarða
Verkefni með áherslu á hringrásarhagkerfið eða orkuskipti
Verkefni sem auka tengsl menningar og atvinnulífs
Verkefni sem auka þátttöku almennings í menningar- og félagsstarfi
Verkefni sem stuðla að því að lengja ferðamannatímabilið
Verkefni sem hyggjast sækja um í alþjóðlega samkeppnissjóði
Verkefni sem auka veg fjölmenningarsamfélagsins á Vestfjörðum