Fara í efni

Vesturbyggð - Leik­skóla­kennari í Patreks­skóla

Störf í boði

Patreks­skóli auglýsir lausa til umsóknar staða leik­skóla­kennara við skólann. Æski­legt er að viðkom­andi geti hafið störf sem allra fyrst.

Viltu slást í hóp starfs­manna sem hafa starfs­gleði, faglegan metnað og umhyggju fyrir velferð nemenda að leið­ar­ljósi? Meðal áherslna Patreks­skóla er faglegt lærdóms­sam­félag, einstak­lings­miðað nám, leið­sagn­arnám og samþætting náms­greina þar sem grunn­þættir mennt­unar endur­speglast í skóla­starfinu.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn kennsla.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans.
  • Vinna að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum á leikskólastigi.
  • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.
  • Faglegur metnaður.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
  • Getur tileinkað sér skólastefnu Patreksskóla, s.s, Heillaspor o.fl.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.