07. október 2025
Störf í boði
Patreksskóli auglýsir lausa til umsóknar staða leikskólakennara við skólann. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.
Viltu slást í hóp starfsmanna sem hafa starfsgleði, faglegan metnað og umhyggju fyrir velferð nemenda að leiðarljósi? Meðal áherslna Patreksskóla er faglegt lærdómssamfélag, einstaklingsmiðað nám, leiðsagnarnám og samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn kennsla.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
- Vinna samkvæmt stefnu skólans.
- Vinna að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum á leikskólastigi.
- Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.
- Faglegur metnaður.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
- Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
- Getur tileinkað sér skólastefnu Patreksskóla, s.s, Heillaspor o.fl.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.