Vélsmiðjan Þrymur hf á Ísafirði leitar að reynslumiklum einstaklingum til starfa við viðgerðir og þjónustu á starfsstöð okkar á Ísafirði. Starfið felur í sér fjölbreytta vinnu hjá viðskiptavinum okkar á Vestfjörðum.
Helstu viðfangsefni okkar eru þjónusta á vélbúnaði tengdum sjávarútvegi og öðrum iðnaði. Starfið krefst góðra samskipta við viðskiptavini og færni til að vinna í hóp. Í boði eru krefjandi störf í skemmtilegu vinnuumhverfi.
Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til 15.desember
Almennar upplýsingar um starfið veitir
Högni Gunnar Pétursson, högni@thrymur.is í síma 456-3711
Sótt er um á Alfred.is, einnig má senda umsóknir með ferilskrá beint á Jakob Tryggvason, jakob@thrymur.is
Þrymur HF Suðurgata 9 400 Ísafjörður . Sími 456-3711.
- Viðgerðir og almennt viðhald á vélum og tengdum búnaði á starfsstöð á Ísafirði og vestfjörðum.
- Þjónustueftirlit í fyrirtækjum og bátum.
Við leitum eftir einstaklingum sem:
- Hafa sveinspróf í vélvirkjun, bifreiðavirkjun eða sambærilegri menntun.
- Eru stundvísir og samviskusamir.
- Geta unnið í teymi og eiga auðvelt með samskipti.
- Hafa almenn ökuréttindi.
- Hafa góða kunnátta í íslensku og/eða ensku.
- Aðeins faglærðir menn eða ófaglærðir aðilar með mikla reynsla í sambærilegum vélaviðgerðum geta sótt um starfið.
Greiddur kostnaður af símreikningi og námskeiðs / íþróttastyrkur ásamt góðum kjörum af eldsneyti og rekstrarvörum úr verslun.
Þrymur mun í vor fá skipalyftu sem mun gjörbreyta aðstöðu fyrirtækisins í skipaþjónustu. Einnig er byrjað að vinna við nýja lóð sem fyrirtækið verður með fyrir framtíðarstarfsemina á Ísafirði.