Fara í efni

Velferðarsvið – Stuðningsfulltrúi í búsetuþjónustu

Störf í boði

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í búsetuþjónustu fatlaðs fólks. Um er að ræða 70% starf í vaktavinnu. Starfið er tímabundið til loka ágústmánaðar 2024 og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Óskað er eftir jákvæðum og drífandi einstaklingi sem hefur ánægju af samskiptum en starfið er afar fjölbreytt og gefandi.

Helstu verkefni

  • Aðstoða þjónustunotendur við athafnir daglegs lífs
  • Félagslegur stuðningur
  • Góð samskipti og samstarf við þjónustunotendur og aðstandendur
  • Þátttaka í starfsmannafundum og samvinna við samstarfsfólk
  • Framfylgja vinnureglum sem ákveðnar eru og stuðla með því að samræmdum vinnubrögðum

Hæfniskröfur

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Samviskusemi og stundvísi
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og þolinmæði
  • Góð íslenskukunnátta
  • Bílpróf

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjöl/VerkVest).

Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2024. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið ragnhildursv@isafjordur.is. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Inga Sveinsdóttir, forstöðumaður í búsetu í síma 450-8000 eða í gegnum ofangreint netfang.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

-Við þjónum með gleði til gagns-