Fara í efni

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar – Teymisstjórar í búsetuþjónustu

Störf í boði

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir tvö störf teymisstjóra í búsetuþjónustu laus til umsóknar. Um 100% störf er að ræða þar sem teymisstjórar vinna 50% fagstarf í dagvinnu og 50% vaktavinnustarf á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leitað er að einstaklingum sem sýna frumkvæði, metnað og sveigjanleika í starfi. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið vel í hópi, ásamt því að vinna sjálfstætt í verkefnum þegar þörf krefur. Störfin eru fjölbreytt, krefjandi og afar gefandi. Næsti yfirmaður er forstöðumaður búsetuþjónustu.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að leiðbeina íbúum og aðstoða þá við athafnir dagslegs lífs
  • Umsjón með heimilishaldi og umgengni
  • Veiting sérhæfðrar og faglegrar þjónustu
  • Þjálfun nýrra starfsmanna
  • Fagleg ábyrgð, umsjón með framkvæmd einstaklingsbundinna þjónustuáætlana og einstaklingsáætlana og leiðsögn til starfsfólks
  • Auka lífsgæði og sjálfstæði þjónustunotenda, efla færni á öllum sviðum, stuðla að jákvæðum samskiptum og jákvæðri sjálfsmynd
  • Þátttaka í þróunar- og umbótavinnu varðandi faglegt starf
  • Stuðlar að jákvæðum samskiptum við þjónustunotendur, aðstandendur og annað samstarfsfólk
  • Tryggir að framkvæmd þjónustunnar sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið velferðarsviðs og Ísafjarðarbæjar
  • Sér um verkstjórn á vöktum og ber ábyrgð á upplýsingaflæði milli starfsmanna og forstöðumanns.
  • Afleysing forstöðumanns

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði félags-, heilbrigðis- og/eða menntavísinda sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking á þjónandi leiðsögn, hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og valdeflingu
  • Reynsla af starfi með einstaklingum með flóknar og fjölbreyttar þjónustuþarfir
  • Reynsla af starfi með einstaklingum með fatlanir er kostur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta, B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2024. Umsóknir, ásamt ferilskrá, kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum, skulu sendar til Þóru Marý Arnórsdóttur, deildarstjóra málaefna fatlaðra á netfangið thoraar@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Þóra Marý Arnórsdóttir, deildarstjóri málefna fatlaðra á velferðarsviði, í síma 450-8000 eða í gegnum fyrrgreindan tölvupóst.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-