Vegagerðin leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp og viðhalda vegakerfinu á svæðinu. Auglýst er eftir sérfræðingi til að vera hluti af öflugu teymi Vegagerðarinnar á svæðinu. Framundan eru krefjandi verkefni í viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum og því leitar Vegagerðin á Vestursvæði eftir einstaklingi til þess að leiða þá vinnu.
Um er að ræða fullt starf á umsjónardeild Vestursvæðis. Á svæðinu starfa um 50 manns á sex starfsstöðvum og er starfsstöðin í Borgarnesi eða á Ísafirði.Tekið skal fram að starfið felur í sér ferðalög um Vestfirði og Vesturland og þurfa umsækjendur að vera tilbúnir til að sinna verkefnum á starfssvæðinu öllu.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Eftirlit og umsjón með viðhaldi vega á öllu Vestursvæði
-
Áætlanagerð viðhaldsverkefna
-
Umsjón og áætlanagerð með efnisvinnslu á Vestursvæði
-
Rýni útboðsgagna í nýframkvæmdar- og viðhaldsverkefnum
-
Skráning gagna í framkvæmdakerfi
-
Skýrslugerð tengd framkvæmdum og viðhaldi
Hæfniskröfur
-
Verkfræðingur, tæknifræðingur eða sambærileg menntun er æskileg
-
Almenn ökuréttindi
-
Starfsreynsla af sambærilegu starfi
-
Góð tölvukunnátta skilyrði
-
Nákvæmni og öguð vinnubrögð
-
Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
-
Góðir samstarfshæfileikar og þjónustulund
-
Gott vald á íslensku og ensku
-
Góð öryggisvitund
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkfræðingafélag Íslands hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdarstofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu, auk afrita af prófskírteinum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.09.2025
Nánari upplýsingar veitir
Dagný Ósk Halldórsdóttir, dagny.o.halldorsdottir@vegagerdin.is
Sími: 5221000
Pálmi Þór Sævarsson, palmi.th.saevarsson@vegagerdin.is
Sími: 5221000