29. október 2025
Störf í boði
Vegagerðin óskar eftir jákvæðum og áreiðanlegum starfsmanni til starfa á þjónustustöð á Hólmavík.
Starfsfólk þjónustustöðvar sinnir almennri daglegri þjónustu og viðhaldi á vegakerfinu á starfssvæði þjónustustöðvarinnar. Unnið er á opnunartíma þjónustustöðvar en starfsfólk sinnir jafnframt bakvöktum utan dagvinnutíma frá október-apríl alla daga vikunnar, vegna eftirlits með færð og vetrarþjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn dagleg þjónusta og viðhald á vegakerfinu á starfssvæði þjónustustöðvarinnar
- Eftirlit með færð á vegum og upplýsingagjöf um ástand vega
- Vinna við uppsetningu og viðhald umferðarmerkja, vegvísa, stika og vegriða
- Holuviðgerðir og hreinsun ristahliða
- Ýmis vinna í þjónustustöð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Almenn ökuréttindi skilyrði
- Vinnuvélaréttindi æskileg
- Meirapróf æskilegt
- Góð öryggisvitund
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
- Gott vald á íslensku
- Almenn tölvukunnátta