Fara í efni

Umhverfisstofnun — Þjónustufulltrúi í sumarstarf á Hornstrandastofu

Störf í boði

Við auglýsum eftir þjónustufulltrúa til sumarstarfs á Hornstrandastofu í sumar. Starfshlutfall getur verið frá 60-100% eftir samkomulagi.

Umhverfisstofnun hefur umsjón með yfir hundrað náttúruverndarsvæðum. Eitt af okkar stærstu verkefnum í náttúruvernd er uppbygging innviða með bætt aðgengi, öryggi og verndun að leiðarljósi. Hornstrandastofa heyrir undir Umhverfisstofnun og mun þjónustufulltrúinn vinna í teymi náttúruverndar þar sem áhersla er á þverfaglega teymisvinnu. Hlutverk þjónustufulltrúa er að þjónusta gesti, veita upplýsingar um svæðið, auk þess að hafa umsjón með gestastofu og söluvarningi.

Hornstrandastofa er gestastofa í Ísafjarðarbæ. Þar er að finna upplýsingar um friðlandið Hornstrandir sem þjónustar gesti á leið í friðlandið og aðra um náttúru þess, menningu og aðgengi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka gesta, fræðsla og upplýsingagjöf

  • Þjónusta og afgreiðsla í gestastofu

  • Halda utan um söluvarning

  • Halda sýningarrými snyrtilegu

  • Svara fyrirspurnum í tölvupósti

  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Þekking á Hornströndum er kostur

  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og þjónustulund

  • Gott vald á íslensku og ensku. Frekari tungumálakunnátta er kostur

  • Reynsla af þjónustustörfum er kostur

  • Sjálfstæð vinnubrögð

  • Áhugi á umhverfismálum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Næsti yfirmaður á Hornströndum er Kristín Ósk Jónasdóttir svæðissérfræðingur og veitir hún helstu upplýsingar um starfið en auk hennar veitir Þórdís Helgadóttir mannauðssérfræðingur einnig upplýsingar í síma 591-2000.

Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við búum yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu, höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun.Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið á 9 starfsstöðvum og eftir vottuðum gæðakerfum. Við erum með jafnlaunavottun, með virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, www.graenskref.is. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á www.umhverfisstofnun.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsóknarfrestur um starfið er til 12.apríl 2024.

Starfshlutfall er 60-100%

Umsóknarfrestur er til og með 12.04.2024

Nánari upplýsingar veitir

Kristín Ósk Jónasdóttir, kristin.o.jonasdottir@umhverfisstofnun.is

Sími: 5912000