Fara í efni

Umhverfisstofnun — Sérfræðingur í teymi losunarbókhalds

Störf í boði

Umhverfisstofnun hefur umsjón með losunarbókhaldi Íslands fyrir losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengunarefna og tryggir að bókhaldið standist evrópskar og alþjóðlegar kröfur. Hlutverkið er liður í stefnu stofnunarinnar að vera öflugur stuðningur við markmið Íslands í loftslagsmálum.

Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í losunarbókhaldi. Starfið er á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfis og verður sérfræðingurinn hluti af teymi losunarbókhalds.

Starf sérfræðingsins felst í að safna gögnum fyrir losunarbókhald Íslands um losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengunarefna sem og miðlun upplýsinga um losunarbókhaldið til alþjóðastofnanna, almennings og hagsmunaaðila. Sérfræðingurinn mun starfa í öflugu teymi þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu. Samskipti eru bæði við sérfræðinga og ráðuneyta innanlands sem og við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir.

Hvar má bjóða þér að vinna?

Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum um landið. Valið stendur um Hellissand, Patreksfjörð, Ísafjörð, Akureyri, Mývatn, Egilsstaði, Hellu, Hvanneyri og Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Utanumhald og útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengunarefna

  • Skrif skýrslna um losun Íslands (söguleg og framreiknuð)

  • Samskipti við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir

  • Vinna við innleiðingar ESB reglugerða

  • Greining gagna

  • Miðlun upplýsinga um losun Íslands til almennings og hagsmunaaðila

  • Svara fyrirspurnum um losun Íslands

  • Þátttaka í sérfræðihópum

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði verkfræði, náttúruvísinda, tölvunarfræði eða sambærilegra greina með áherslu á úrvinnslu gagna.

  • Talnagleggni, greiningarhæfni og gott vald á Excel

  • Hæfni til miðlunar og framsetningar efnis á aðgengilegan hátt

  • Reynsla af að starfa í teymi er kostur

  • Þekking og áhugi á loftslagsmálum

  • Stafræn þróun og gagnavinna

  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti

  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum

  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri loftslagsmála og hringrásarhagkerfis, en Nicole Keller, teymisstjóri losunarbókhalds, veitir einnig nánari upplýsingar um starfið auk Þóru Margrétar Pálsdóttur Briem mannauðsstjóra í síma 591 2000.

Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við búum yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu, höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun.

Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið á 9 starfsstöðvum og eftir vottuðum gæðakerfum. Við erum með jafnlaunavottun, með virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, graenskref.is.

Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.04.2024

Nánari upplýsingar veitir

Auður H Ingólfsdóttir, audur.h.ingolfsdottir@umhverfisstofnun.is

Sími: 5912000

Þóra Margrét Pálsdóttir Briem, thora.m.briem@umhverfisstofnun.is

Sími: 5912000